Íslandsmótið í holukeppni kvenna og karla byrjaði í dag!

Íslandsmótið í holukeppni í kvennaflokki hófst í dag á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Á morgun, laugardaginn 21. júní hefst Íslandsmótið í holukeppni í karlaflokki.

Fyrirkomulag mótsins er 36 holu höggleikur, þar sem 16 efstu kylfingarnir komast áfram í holukeppnina. Þaðan hefst útsláttarkeppni sem lýkur mánudaginn 23. júní, þar sem Íslandsmeistari kvenna og karla er krýndur.

Dagskrá mótsins í kvennaflokki:

  • Föstudagur 20. júní – 36 holu höggleikur og 16 efstu komast áfram í holukeppnina
  • Laugardagur 21. júní – frí
  • Sunnudagur 22. júní – 16 og 8 manna úrslit
  • Mánudagur 23. júní – undanúrslit og úrslit

Dagskrá mótsins í karlaflokki

  • Laugardagur 21. júní – 36 holu höggleikur – þar sem 16 efstu komast áfram í holukeppnina
  • Sunnudagur 22. júní – 16 og 8 manna úrslit
  • Mánudagur 23. júní – undanúrslit og úrslit

Keppendur í kvennaflokki eru 50 talsins frá 8 mismunandi klúbbum. Golfklúbbur Reykjavíkur er með 11 skráða keppendur í kvennaflokki. Meðalforgjöfin er 2,67 í kvennaflokki.

Íslandsmótið í holukeppni kvenna 2025 – rástímar og staða – Golfsamband Íslands

Keppendur í karlaflokki eru 84 talsins frá 12 mismunandi klúbbum. Golfklúbbur Reykjavíkur á 19 skráða keppendur í karlaflokki. Meðalforgjöfin er +0,75 í karlaflokki.

Íslandsmótið í holukeppni karla 2025 – rástímar og staða – Golfsamband Íslands

Við hvetjum okkar félagsmenn að mæta á Hlíðavöll um helgina, hvetja kylfingana okkar áfram og fylgjast með fremstu kylfingum landsins etja kappi við hvert annað.