Íslandsmót eldri kylfinga 2023 fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 13.-15. júlí 2023.
Alls tóku 113 keppendur þátt og var keppt í fjórum flokkum, 50 ára og eldri í kvenna – og karlaflokki, og 65 ára og eldri í kvenna – og karlaflokki.
Leikinn var 54 holu höggleikur án forgjafar á þremur dögum.
Karlaflokkur +50
Jón Karlsson, GR, er Íslandsmeistari 2023 í karlaflokki 50 ára og eldri. Hann sigraði með tveggja högga mun. Hjalti Pálmason, GM, varð annar og Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB, varð þriðji.
Kvennaflokkur +65
Oddný Sigsteinsdóttir, GR, er Íslandsmeistari í golfi 2023 í kvennaflokki 65 ára og eldri. Oddný sigraði með þriggja högga mun. Helga Sveinsdóttir, GS, varð önnur og Björg Þórarinsdóttir, GO, varð þriðja.
Golfklúbbur Reykjavíkur óskar nýkrýndum Íslandsmeisturum innilega til hamingju með frábæran árangur.