Júlíus Ingi og Ragnhildur sigurvegarar í Hjóna- og parakeppni GR 2025

Hjóna- og parakeppni GR fór fram í dag, þriðjudaginn 17. júní á Grafarholtsvelli. Mótið var fullsetið og fylltist mótið á stuttri stundu og var langur biðlisti. Það mættu 68 hjón/pör til leiks, fengu á sig smá rigningu en fínasta golfveður. Leikið var með Greensome fyrirkomulagi, stoppað í pylsu á leiðinni og var þjóðhátíðarstemmning yfir vellinum. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu fimm sætin ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 hollum vallarins. Keppnin var jöfn en sigurvegarar dagsins voru hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir.

 

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

  1. Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir 62 nettó
  2. Karen Guðmundsdóttir og Andri Þór Björnsson 63 nettó (betri seinni 9)
  3. Rut Hreintsdóttir og Guðmundur Bjarni Harðarson 63 nettó
  4. Guðný Brynhildur Þórðardóttir og Björn Ólafur Bragason 64 nettó(best seinni 9)
  5. Halldóra Jóhannsdóttir og Gunnlaugur K Guðmundsson 64 nettó

 

Nándarverðlaun

2.braut: Eysteinn Jónsson 73,5 cm

6.braut: Arnar Ottesen 3,24 m

11.braut: Gunnlaugur H Jóhannsson 1,55 m

17.braut: Kristján Ágústsson 1,23 m

 

Golfklúbbur Reykjavíkur óskar vinningshöfum til hamingju með flottan árangur og þakkar fyrir vel heppnað 17. júní þjóðhátíðarmót. Einnig þökkum við þeim styrktaraðilum sem gáfu frábær verðlaun fyrir stuðninginn.