Kvennanefnd GR hélt 9 holu greensome mót í tilefni Kvenréttindadagsins þann 19. júní 2025. Yfir 80 konur skráðu sig til leiks og spiluðu Korpa/Landið í alls konar veðri en með bros á vör. Ólöf Hjartardóttir gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 22. braut og óskum við henni sérstaklega til hamingju með það
Boðið var upp á léttar veitingar, teiggjöf, lukkuhjól og veglega vinninga.
Úrslitin eru sem hér segir:
Nafn | Punktar | Verðlaun | |
1. sæti | Kolbrún Birgisdóttir og Ólöf Hjartardóttir | 24 | · Tvö gjafabréf frá Sjóböðunum í Hvammsvík fyrir tvo
· Tvö gjafabréf upp á púttgreiningu frá Golfverkstæði Gumma |
2. sæti | Elín Helena Bjarnadóttir og Katrín Garðarsdóttir | 22 (betri á seinni 6 holum) | · Tvö gjafabréf frá Sjóböðunum í Hvammsvík fyrir tvo |
3. sæti | Auður Árný Stefánsdóttir og Halldóra M Steingrímsdóttir | 22 punkta | · Tvö l‘Oreal snyrtiveski |
Veitt voru nándarverðlaun og verðlaun fyrir lengsta teighögg:
Braut | Vinningshafi | Fjarlægð frá holu | Verðlaun |
22 | Ólöf Hjartardóttir | 0 m – HOLA Í HÖGGI | Gjafabréf frá Margeir Golfkennsla |
25 | Stella Hafsteins | 2,36 m | Gjafabréf frá Margeir Golfkennsla |
26 | Stella Hafsteins | Gjafabréf í Golfskálanum |
Kvennanefnd GR óskar öllum þeim sem fengu verðlaun innilega til hamingju og þakkar fyrir þátttökuna og styrktaraðilum sérstaklega fyrir stuðninginn.