Liðakeppni 65 ára og eldri

Á síðasta ári var komið á laggirnar liðakeppni fyrir 65 ára og eldri kylfinga. Sú keppni verður aftur í ár. Tveir keppendur eru í hverju liði. Hver leikur er 9 holu holukeppni og leikið verður á 9 holu legg Korpu.  Liðið með lægra samanlagt nettóskor vinnur holu.

Samanlagt nettóskor er fjöldi högga að frádregnum forgjafarhöggum á viðkomandi holu.

Leiknar verður 7 umferðir. Dregið verður um það hvaða lið mætast í fyrstu fjórum umferðunum. Að fjórum umferðum loknum verður liðum raðað saman eftir stöðu þeirra í keppninni, þannig að efstu liðin mætast innbyrðis og neðstu liðin mætast innbyrðis.

Ákveðið hefur verið að hámarka leikforgjöf við 30 hjá konum og 24 hjá körlum. Í 9 holu keppni fá karlar því mest 12 högg í forgjöf og konur 15 högg.

Ein veigamikil breyting er á fyrirkomulaginu frá því í fyrra. Í stað þess að liðin komi sér saman um leikdag á leiktíma verður þeim úthlutað rástímum. Hámarksfjöldi liða í þessari keppni er 24 lið og gildir reglan fyrstir skrá sig fyrstir fá þátttökurétt. Auglýst verður hvenær skráning hefst.

Leikdagar og rástímar í liðakeppni eldri kylfinga verður eftirfarandi:

Umferð         Leikdagur           Rástímar                           Leikdagur              Rástímar

1             Mán. 26. maí        11:00 – 11:40 Á              fim. 29. maí          13:00-13:40 Á

2             Mán. 9. júní          11:00 – 11:40 L              fim.  12. júní         13:00-13:40 L

3             Mán. 23. júní        11:00 – 11:40 S              fim. 26. júní         13:00-13:40 S

4             Mán. 14. júlí          13:00 – 13:40 L              þri. 15. júlí            11:00 – 11:40 L

5             Þri. 5. ágúst           13:00-13:40 Á                fim. 8. ágúst         11:00 – 11:40 Á

6             Mán. 18. ág.          13:00-13:40 S                 fim. 21. ágúst       11:00 – 11:40 S

7             Mán. 1. sept.        11:00 – 11:40 Á               mán.  1. sept.       13:00 – 13:40 Á