Meistaramótið – þetta orð kveikir strax gleði – enda skemmtilegasta vika ársins hjá mörgum golfurum. Golf, gleði, félagsskapur og mögulega dass af keppnisskapi! Vikan sem Grafarholtið og Korpan breytast í leikvöll þar sem allar kynslóðir mæta með bros á vör og kylfur í hönd.
Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur 2025 fer fram dagana 6.-12. júlí og því tímabært að setja það í dagatalið.
Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur og einnig er hægt að fylgjast með á heimasíðunni okkar undir Golf – Meistaramót eða á þessari slóð Meistaramót – GR Golf.