Opna Icelandair á Korpunni í dag – úrslit

Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við keppendur í Opna Icelandair mótinu sem leikið var á Korpúlfsstaðavelli í dag. Full setið mót og yfir 200 keppendur voru skráðir og luku leik. Fyrsta holl dagsins fór út kl. 08:00 og það síðasta kl. 16:06.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni bæði í karla- og kvennaflokki auk þess voru veitt verðlaun fyrir besta skor en það var Jóhann Frank Halldórsson sem sigraði höggleikinn á 66 höggum samtals eða 6 höggum undir pari vallarins en leiknar voru lykkjurnar Sjórinn/Áin.

Önnur úrslit dagsins voru þessi:

Punktakeppni – kvennaflokkur

  1. Bára Ægisdóttir, 45 punktar
  2. Guðrún Ýr Birgisdóttir, 44 punktar
  3. Ingibjörg Pálmadóttir, 41 punktur

Punktakeppni – karlaflokkur

  1. Haukur Páll Hallgrímsson, 40 punktar
  2. Hlynur Jóhannsson, 39 punktar
  3. Andri Már Helgason, 38 punktar (betri síðustu 6)

Nándarverðlaun:

3. braut – Sindri Már Sigfússon, 1,70 m.
6. braut – Ólafur Sigurjónsson, 2,29 m.
9. braut – Hlynur Jóhannsson, 1,55
13. braut – Hjalti Kristján Hjaltason, 1,57 m.
17. braut – Axel Óli Ægisson, 3,19