Opna Icelandair leikið á Korpu í dag – úrslit

Sólin skein skært á keppendur í Opna Icelandair sem leikið var á Korpúlfsstaðavelli í dag. Tæplega 200 keppendur voru skráðir til leiks og fór fyrsta holl af stað kl. 08:00. Veitt voru verðlaun fyrir fjögur efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna auk einna verðlauna fyrir besta skor en það var Böðvar Bragi Pálsson sem sigraði höggleikinn á samtals 64 höggum eða 8 höggum undir pari vallar.

Önnur úrslit dagsins voru þessi:

Punktakeppni – kvennaflokkur

  1. Magdalena Díana Adamsdóttir, 39 punktar (betri á seinni 9)
  2. Guðlaug Íris Þráinsdóttir, 39 punktar
  3. Sólveig Bachmann Gunnarsdóttir, 38 punktar (betri á seinni 9)
  4. Fanney Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, 38 punktar

 

Punktakeppni – karlaflokkur

  1. Jón Gunnar Sigurðarson, 43 punktar
  2. Guðmundur Magnús Hermannsson, 41 punktur (bestur á seinni 9)
  3. Guðjón Ólafsson, 41 punktur (betri á seinni 9)
  4. Guðfinnur Már Árnason, 41 punktur

 

Nándarverðlaun:

13.braut – Matthías Matthíasson, 32cm
17.braut – Kristján Víkingur Helgason, 77cm
22.braut – Eiður Ísak Broddason, 99cm
25.braut – Guðfinnur M. Árnason, 3,09m

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur. Haft verður samband við vinningshafa eftir helgi.

Golfklúbbur Reykjavíkur & Icelandair