Sumarmótaröð GR kvenna og 66° Norður hefst mánudaginn 16. júní

Sumarmótaröð GR kvenna og 66° Norður hefst mánudaginn 16. júní. Leiknar verða 6 umferðir í sumar og 3 bestu gilda til úrslita. Konur skrá sig sjálfar á rástíma. Þáttakendur í mótinu fá hámarks leikforgjöf 32 en öllum GR konum er heimilt að taka þátt óháð forgjöf.

Mótsgjald er 8.500 kr og greiðist inná reikning 0370-22-045208 kt. 230781-3899.
Greiðsla mótsgjald gildir sem skráning í mótið.

Innifalið í mótsgjaldi er 66° Norður derhúfa merkt GR konum og lokahóf 14. september

Sumarmótaröðin 2025 er í samstarfi við 66° Norður sem veitir vikulega verðlaun fyrir næst holu og vegleg verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti

Leikið verður á eftirfarandi dagsetningum:

  • 16.júní – Korpan
  • 23. júní –  Grafarholt
  • 30. júní – Korpa
  • 14. júlí – Grafarholt
  • 21.júlí – Korpa
  • 28. júlí – Grafarholt

Athugið að bóka þarf rástíma fyrir mánudaginn 16. júní næstkomandi sunnudag 8. júní.

Minnum á Facebook síðu kvennastarfsins GR konur og e-mail kvennanefndar grkvennanefnd@gmail.com