Á sama tíma og við þökkum félögum og öðrum kylfingum sem hafa spilað vellina okkar í sumar þá tilkynnum við að ákvörðun hefur verið tekin að loka Landinu og þar með hefur öllum lykkjum Korpunnar verið lokað ásamt Grafarholtsvelli og Grafarkotsvelli.
Við minnum á að Thorsvöllur er opinn allt árið eins og áður. Á sama tím minnum við á Bása, þar sem hægt er að mæta, nýta Trackman tæknina og ef kuldinn sækir að þá er svo auðvelt að kvekja á hitalömpunum – notalegt! Inniæfingaaðstaða Korpunnar er einnig opin yfir vetrartímann og verður hægt að sjá hvenær hún er opinn og hvenær hún er upptekinn vegna æfinga hér.
Golftímabilið er búið að vera frábært og veðrið leikið heldur betur við kylfinga. Hlökkum til að sjá ykkur í vetrarstarfi félagsins og á völlunum okkar næsta sumar. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með fréttum um það sem er á döfinni á heimasíðunni okkar en einnig á Facebook og Instagram
Áfram GR ![]()
![]()
![]()
Golfkveðjur,
Stjórn og starfsfólk GR


