Vormót GR kvenna og Taramar í Borgarnesi

Vormót GR kvenna og Taramar í Borgarnesi

 

GR konur hófu sumardagskránna með vel heppnuðu vormóti í Borgarnesi um helgina en hvorki fleiri né færri en 88 GR konur spiluðu um helgina. Uppselt varð í mótið á innan við 2 klst og ljóst að GR konur voru spenntar að spila saman á Hamri.

Íslenka snyrtivörufyrirtækið Taramar styrkti mótið með myndarlegum hætti og gaf teiggjöf til allra þátttakenda og veitti verðlaun.

Spilað var um 1. sæti í höggleik og 1.-3. sæti í punktakeppni. Úrslitin voru eftirfarandi:

 

Höggleikur

Þórunn Elfa Bjarkadóttir – 79 högg (41 punktur)

Punktakeppni

  1. Freyja Önundardóttir – 40 punktar (betri seinni 9)
  2. Margrét Erlingsdóttir – 40 punktar
  3. Inga Nína Matthíasóttir – 39 punktar

Á myndinni má sjá Freyju, vinningshafa í punktakeppni.

Nándarverðlaun

  1. braut – Helga Friðriksdóttir 1.35m
  2. braut – Þórunn Elfa Bjarkadóttir

Lengsta teighögg (17. braut)

Kristbjörg Helgadóttir

 

Næst á dagskrá er sumarmótaröðin sem hefst mánudaginn 16. júní. Fljótlega þar á eftir verður nýliða og háforgjafamót sem verður vel auglýst þegar dagsetning verður ákveðin.

Minnum á að öll dagskrá er inná Facebook síðunni GR konur – endilega óskið eftir aðgangi að henni.