Klúbbhús GR

Golfklúbbur Reykjavíkur er með tvö fullbúin klúbbhús, í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum. Á báðum stöðum ættu félagsmenn og aðrir kylfingar að geta fundið alla þá þjónustu og aðstöðu sem þarf fyrir og eftir leik. 

Grafarholti

Golfskálinn í Grafarholti var byggður árið 1963 og endurinnréttaður árið 2001.
Nánar um klúbbhús

Korpúlfsstöðum

Korpúlfsstaðir voru byggðir árið 1930 af Thor Jensen. Hluta af húsinu var breytt í golfskála fyrir Golfklúbb Reykjarvíkur 1995. Í dag eru tveir veitingasalir, á fyrstu hæð er salur sem tekur 50-60 manns í sæti og á efri hæð er salur fyrir allt að 200 manns í sæti.
Nánar um klúbbhús