Klúbbhús

Golfskálinn í Grafarholti var upphaflega byggður árið 1963 en endurinnréttaður árið 2001. Veitingasalurinn er hinn glæsilegasti og var tekinn í gegn vorið 2020, frábært útsýni er yfir Grafarholtsvöll og höfuðborgina. Veitingasala er rekin yfir golftímabilið og er klúbbhúsið þá opið frá morgni til kvölds og eru allir  velkomnir, kylfingar og aðrir gestir. Breytilegur matseðill er frá degi til dags og er vín selt á staðnum. Hægt er að panta borð fyrir stærri hópa og er gott að gera það með fyrirvara.

Aðstaða sem boðið er upp á í og við klúbbhús:

Bílastæði Æfingaaðstaða
Búningsklefar Sturta
Golfverslun Skápaleiga
Frítt Wi-fi Veitingasala


Salurinn í Grafarholti tekur allt að 120 manns í sæti og enn fleiri í móttökur og hentar vel fyrir margvísleg tilefni: brúðkaup, fermingar, skírnir, erfidrykkjur, afmæli, árshátíðir, jólahlaðborð, fundarhöld og fleiri viðburði. Holtið Klúbbhús sem er alhliða veisluþjónusta, sér um reksturinn í Grafarholtsskála. Hægt er að hafa samband við Karen í síma 772-9252 eða í gegnum netfangið hallo@klubbhus.is