Stjórn GR


Forgjafar, aga og
laganefnd

Formaður forgjafar- og aganefndar
Ólafur Arinbjörn Sigurðsson
Forgjafar- og aganefnd

Kjörnefnd

Bernhard Bogason
Kjörnefnd
Helga Hilmarsdóttir
Kjörnefnd
Sigurjón Árni Ólafsson
Kjörnefnd

Stjórnarkjör

10. grein
Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum sem kosnir eru á aðalfundi. Sex eru kosnir til tveggja ára í senn, þrír í hvert sinn, en formann félagsins skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn. Í stjórn félagsins skulu sitja að lágmarki þriðjungur einstaklinga af hvoru kyni. Á aðalfundi skal jafnframt kjósa þrjá varamenn í stjórn til eins árs í senn. Í forföllum aðalmanna skulu varamenn kallaðir í þeirri röð sem þeir voru tilnefndir við kjör eða kosnir, að teknu tilliti til þess að í stjórn skuli sitja að lágmarki þriðjungur einstaklinga af hvoru kyni.

Hljóti þrír frambjóðendur af sama kyni flest atkvæði í kosningu til stjórnar og/eða varastjórnar skal næsti frambjóðandi af öðru kyni taka sæti þess er hlaut þriðju flest atkvæði.

Formaður félagsins er aðalforsvarsmaður þess og kemur hann fram fyrir hönd félags og stjórnar þegar við á, auk þess sem hann stýrir stjórnarfundum og sinnir öðrum þeim verkefnum sem stjórnin kann að fela honum og lög heimila.

Varamenn mega sitja alla stjórnarfundi í félaginu og hafa þar málsfrelsi og tillögurétt en atkvæðisrétt hafa þeir aðeins í forföllum aðalmanns. Stjórnarmenn og varamenn má endurkjósa.

Á aðalfundi skal kjósa þrjá félaga í kjörnefnd til að annast framkvæmd kjörs til stjórnar félagsins á næsta aðalfundi. Að liðnum framboðsfresti skal kjörnefnd tilkynna á vefsíðu félagsins um framkomin framboð. Kjörnefnd skal annast stjórnarkjör á grundvelli meginreglna um jafnræði og gagnsæi við kosningar. Líði framboðsfrestur án þess að nægilega margir frambjóðendur bjóði sig fram til stjórnar og/eða varastjórnar og að gættum reglum um kynjahlutföll, skal kjörnefnd á aðalfundi tilnefna stjórnar- og/eða varamenn eins og upp á vantar þannig að tilskildum fjölda stjórnar- og varastjórnarmanna sé náð.

Framboð til formanns-, stjórnar- og varastjórnarkjörs á aðalfundi skal berast í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund, sent á netfang er birt skal á heimasíðu félagsins (sjá netfang undir "Stjórn og nefndir GR - kjornefnd@grgolf.is").  Skal frambjóðandi gera grein fyrir því hvort framboðið er til embættis formanns, stjórnar eða varastjórnar.