Customize Consent Preferences

Þessi vefur nýtir sér vafrakökur (e. web cookies) til að bæta virkni hans og hjálpa stjórnendum vefsins að greina notkun hans.

Það er stefna Golfklúbbur Reykjavíkur að nota vafrakökur með ábyrgum hætti.

Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við persónuverndarlög.... 

Always Active

Necessary cookies are required to enable the basic features of this site, such as providing secure log-in or adjusting your consent preferences. These cookies do not store any personally identifiable data.

No cookies to display.

Functional cookies help perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collecting feedback, and other third-party features.

No cookies to display.

Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics such as the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.

No cookies to display.

Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.

No cookies to display.

Advertisement cookies are used to provide visitors with customized advertisements based on the pages you visited previously and to analyze the effectiveness of the ad campaigns.

No cookies to display.

Mótaröð 70 ára og eldri 2024 – úrslit og samantekt frá sumrinu

Í sumar voru leiknar fimm umferðir í Mótaröð öldunga 70 ára og eldri. Allar umferðir voru leiknar á 9 holu lykkjum Korpu.  Keppt var í bæði karla- og kvennaflokki, þar sem veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Sami keppandi gat ekki unnið bæði punktakeppni og höggleik í hverju móti fyrir sig.

Veitt voru verðlaun fyrir hvert mót fyrir sig en aðalkeppnin var um sigur á mótaröðinni þar sem 3 bestu skor hvers keppanda giltu til úrslita. Tæplega 80 keppendur tóku þátt á mótaröðinni í sumar.

Keppnin var jöfn og spennandi. Í höggleik án forgjafar sigraði Hans Óskar Isebarn og 136 höggum og einu höggi þar á eftir kom Friðgeir Guðnason. Í kvennaflokknum í höggleik án forgjafar sigraði Ingveldur B Jóhannesdóttir á 136 höggum en næstar á 137 höggum voru þær Kristín Ólafía Ragnarsdóttir og Anna Sigurjónsdóttir.

Í punktakeppni var það Anna Sigurjónsdóttir sem sigraði á 55 punktum, í öðru sæti á 52 punktum var Sonja Þorsteinsdóttir og í þriðja sæti var Margrét Eiríksdóttir á 48 punktum.

Í punktakeppni karla var það Friðgeir Guðnason sem sigraði á 54 punktum, í öðru sæti á jafnmörgum punktum var Guðmundur Stefán Jónsson og í þriðja sæti var Reynir Vignir á 52 punktum, en Ingi Þórðarson hlaut sama punktafjölda.

Að loknu lokamótinu, sem leikið var síðasta föstudag, fór fram verðlaunaafhending bæði fyrir lokamótið og mótaröðna í heild.

Mótin dreifðust yfir sumarið og fór fyrsta mótið fram 14. júní, mót nr. 2 var haldið 27. júní, þriðja mótið var 19. júlí, mót nr. 4 var 9. ágúst og 5. og síðasta mótið fór fram föstudaginn 6. september.

Sigurvegarar í einstökum mótum 2024 í hvorum flokki fyrir sig voru eftirfarandi:

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í sumar og óskum sigurvegurum til hamingju með sinn árangur.

Golfklúbbur Reykjavíkur