Eldri kylfingar klúbbsins eru iðnir við að halda golfiðkun sinni gangandi, sama hvað árstíðunum líður. Á undanförnum árum hefur öldunganefnd haldið mótaraðir yfir sumartímann. Vetrarstarf er einnig öflugt hjá eldri kylfingum klúbbsins, margir mæta alla daga og pútta og er meðal annars haldið bingó einu sinni í mánuði.
Bingó er liður í félagssstarfi eldri kylfinga klúbbsins, 60 ára og eldri, yfir vetrartímann.
Það eru ávallt flottir vinningar í boði, leiknar eru 8 umferðir og eru 4 vinningar dregnir út úr kortum í lok hverrar umferðar.
Almennt vel mætt á þennan mánaðarlega viðburð eldri kylfinga og hvetjum við alla sem hafa náð aldri til að mæta og taka þátt – spjaldið er selt á kr. 500.
Innanfélagsmót 70 ára og eldri eru leikin yfir sumartímann, um er að ræða 9 holu mót sem leikið verður fimm sinnum á tímabilinu og er ræst út frá kl. 08:30-11:15.
Í hverju móti eru veitt verðlaun fyrir besta skor bæði í höggleik og punktakeppni karla og kvenna. Auk þess eru veitt nándarverðlaun í hverju móti.
Leikdagsetningar fyrir sumarið 2024 verða þessar:
Í lokamótinu eru að auki veitt verðlaun fyrir bestan árangur yfir sumarið í kvenna- og karlaflokki þar sem 3 bestu mótin af 5 telja.
Hér mun staðan í Liðakeppni öldunga birtast og vera reglulega uppfærð: