Thorsvöllur

Um völlinN

Thorsvöllur var opnaður árið 2000.

Hlutverk vallarins var upphaflega að anna þeirri gríðarlegu eftirspurn sem skapaðist eftir að orðið var fullt í klúbbinn. Thorsvöllur er 9 holur golfvöllur í styttri kantinum eða 1.663 metrar, par 33 og hentar því vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni eða þá sem vilja öðlast betri þekkingu á golfíþróttinni áður en þeir fara og spila stærri velli.

Golfklúbbur Reykjavíkur kynnir nýja og spennandi aðild – Thorsvallaraðild

  • Thorsvallaraðild veitir félögum GR aðgang að Golfbox og við inngöngu fá félagar fullgilda forgjöf.
  • Félagar í Thorsvallaraðild hafa einnig aðgang að vinavöllum GR samkvæmt verðskrá hvers vallar fyrir sig.
  • Aðgangur að frábæru æfingasvæði Golfklúbbs Reykjavíkur við Bása, Grafarkotsvelli ásamt vipp og púttflötum við báða velli.
  • Dásamleg veitingaþjónusta félagsins sem er starfandi í báðum klúbbhúsum GR.

Athugið: aðildin veitir hins vegar ekki aðgang að aðalvöllum félagsins, þ.e. Grafarholtsvelli og Korpu.

 
Kylfingar á biðlista GR geta valið að gerast Thorsvallarfélagar og sleppa þá við að greiða inntökugjald þegar þeir ganga í aðalklúbb félagsins. Aðildin er einnig í boði fyrir þá sem ekki eru á biðlista Golfklúbbs Reykjavíkur.

 
Ef þú hefur áhuga á að gerast meðlimur í Thorvallaraðild þá getur þú skráð þig og ráðstafað greiðslu með því að smella hér.

Upplýsingar

Gjaldskrá Thorsvallaraðildar:

Félagsmenn 18 ár og yngri kr. 20.600
Félagsmenn 19-26 ára kr. 41.250
Félagsmenn 27 ára og eldri kr. 82.500
Fullt gjald, alla daga: kr. 4.500
18 ára og yngri / 67 ára og eldri: kr. 3.500
Leiga á búnaði

Golfbíll  kr. 9.350
Golfsett  kr. 7.450
Golfkerra  kr. 2.000

 

Vallarmat og vægi:
Vallarmat og vægi Thorsvöllur 2025

Forgjafartafla:
Forgjafartafla Thorsvölllur 2025

Skortkort:

 

 

Myndir

Vellir GR