Kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur er ávallt með eitthvað á prjónunum en þær sjá til þess að kvenkyns kylfingar klúbbsins hafi eitthvað fyrir stafni allt árið um kring. Starfið hefst á ári hverju með Púttmótaröð kvenna sem leikin er frá janúar og fram í mars og lýkur með skemmtikvöldi þar sem Púttmeistari GR kvenna er krýndur. Þegar golftímabilið hefst er svo leikin Sumarmótaröð GR kvenna sem lýkur í ágúst. Skipulagðar eru vor- og haustferðir, fræðslukvöld auk þess sem haldin eru golfmót sem ætluð eru konunum.
Kvennanefnd GR árið 2024 er þannig skipuð:
Guðrún Íris Úlfarsdóttir
Aðalbjörg Ársælsdóttir
Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir
Netfang kvennanefndar er grkvennanefnd@gmail.com
Við hvetjum allar konur sem vilja taka þátt í starfinu með okkur til að bæta sér í
facebook hópinn okkar – GR konur
Við tökum fagnandi á móti öllum konum sem vilja taka þátt í starfinu okkar, endilega sendið okkur e-mail ef þú hefur áhuga á að starfa í kvennanefndinni.
Sumarmótaröð GR kvenna 2025 verður leikin í samstarfi við 66° Norður. Mótaröðin verður áfram leikin á mánudögum, leiknar verða 6 umferðir í sumar og 3 bestu gilda til úrslita. Leikið verður á eftirfarandi dagsetningum:
Haustmót GR kvenna verður haldið í Grafarholtinu laugardaginn 13. september. Ræst út af öllum teigum. Eftir hring verður lokahóf þar sem kvennastarfinu verður slúttað.
Með von um frábært golfsumar og mikla gleði, gott golf og æðislegt veður!
Kvennanefnd GR