Kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur er ávallt með eitthvað á prjónunum en þær sjá til þess að kvenkyns kylfingar klúbbsins hafi eitthvað fyrir stafni allt árið um kring. Starfið hefst á ári hverju með Púttmótaröð kvenna sem leikin er frá janúar og fram í mars og lýkur með skemmtikvöldi þar sem Púttmeistari GR kvenna er krýndur. Þegar golftímabilið hefst er svo leikin Sumarmótaröð GR kvenna sem lýkur í ágúst. Skipulagðar eru vor- og haustferðir, fræðslukvöld auk þess sem haldin eru golfmót sem ætluð eru konunum.

Kvennanefnd GR

Sigríður Oddný Marinósdóttir Formaður
Guðrún Óskarsdóttir Gjaldkeri
Inga Nína Matthíasdóttir
Kristín Halla Hannesdóttir
Kristín Nielsen
Ljósbrá Baldursdóttir

Sumarmótaröð
2021

Sumarmótaröð GR kvenna er leikin á hverju ári og í ár verða leiknar 6 umferðir og gilda 3 þeirra til úrslita. Mótaröðin fer fram með þeim hætti að konur bóka sig í rástíma með venjulegum hætti á ákveðnum dagsetningum og skila skorkorti í golfverslun að leik loknum.

Spiladagar vegna Sumarmótaraðar 2021 verða kynntir þegar nær dregur opnun.

Til að skrá sig til leiks þarf að ganga frá mótsgjaldi sem er kr. 3.000 fyrir alla hringina og greiðist inn á reikning
0537-14-000848, kt. 160672-4049. 

Hlökkum til að sjá ykkur!
Kvennanefnd GR

Fréttir úr kvennastarfi

Myndir frá kvennastarfi