Kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur er ávallt með eitthvað á prjónunum en þær sjá til þess að kvenkyns kylfingar klúbbsins hafi eitthvað fyrir stafni allt árið um kring. Starfið hefst á ári hverju með Púttmótaröð kvenna sem leikin er frá janúar og fram í mars og lýkur með skemmtikvöldi þar sem Púttmeistari GR kvenna er krýndur. Þegar golftímabilið hefst er svo leikin Sumarmótaröð GR kvenna sem lýkur í ágúst. Skipulagðar eru vor- og haustferðir, fræðslukvöld auk þess sem haldin eru golfmót sem ætluð eru konunum.

Kvennanefnd GR

Sigríður Oddný Marinósdóttir Formaður
Guðrún Óskarsdóttir Gjaldkeri
Inga Nína Matthíasdóttir
Kristín Halla Hannesdóttir
Kristín Nielsen
Ljósbrá Baldursdóttir

Púttmótaröð
2022

Púttmótaröð GR kvenna 2022 hefst þriðjudaginn 8. mars og verða fjórar umferðir leiknar í ár, Mótaröðin er unnin í samstarfi við verslunina Mathilda í Kringluni og verður leikið á eftirfarandi dagsetningum:

  • 8.mars
  • 15.mars
  • 22.mars
  • 29.mars

Húsið opnar kl. 17:00 og eru tvær umferðir leiknar í hvert sinn þar sem sú betri telur. Reiknað er með að húsið loki kl. 20:00 og geta konur mætt hvenær sem er á bilinu 17:00-20:00 til þátttöku. 

Þátttökugjald er kr. 1.000 og skal millifæra fyrir fyrsta mótskvöld inn á eftirfarandi reikning: 
0528-14-405227 kt. 0705713319 (Sigríður Oddný Marinósdóttir) - ATH! ekki er tekið við peningum.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Kvennanefnd GR

Fréttir úr kvennastarfi

Myndir frá kvennastarfi