Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur er án efa stærsti viðburður hvers árs í mótahaldi hjá klúbbnum. Mótið, sem yfirleitt er haldið í byrjun júlí, stendur yfir í 7 daga þar sem keppt er í öllum flokkum. Þátttakendur hafa verið allt frá 400-600 og er því mikið um að vera á vellinum á mótsdögum. Meistaramóti lýkur með lokahófi og verðlaunaafhendingu á laugardegi þar sem félagsmenn koma saman og gleðjast yfir góðum árangri.
MEISTARAMÓT GR 2024
Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur 2024 fer fram dagana 7. – 13. júlí.
Skráning í Meistaramót hefst þriðjudaginn 25. júní kl. 10:00 og fer fram í mótaskrá á Golfbox
Eins og undanfarin ár verður leikið verður á Grafarholtsvelli og á Korpúlfsstaðarvelli, Sjórinn/Áin.