Holukeppni GR var haldin í fyrsta sinn sumarið 2017 og er ætluð karl- og kvenkylfingum klúbbsins, 19 ára og eldri – allir geta verið með.
Skráning fer fram í gegnum mótakerfi golfbox. Að skráningu lokinni er dregið um hvaða keppendur mætast í fyrstu umferð.
Keppendur koma sér saman um leikdag, leiktíma og völl. Gefnar eru að jafnaði tvær vikur til að ljúka leik í hverri umferð. Leikið er með útsláttarfyrirkomulagi, þannig að sigurvegari í hverjum leik heldur áfram keppni, en sá sem tapar hefur lokið keppni í mótinu.
Holukeppnin er leikin með forgjöf sem fer þannig fram að mismunur á leikforgjöf keppenda raðast á 18 holur samkvæmt erfiðleikastuðli forgjafar eins og fram kemur á skorkorti. Keppendur taka leikforgjöf samkvæmt forgjafartöflu.
Keppnin hefst um leið og vellir opna að vori og lýkur með lokahófi að úrslitaleik loknum í lok sumars.
Keppnisskilmála fyrir Mercedes-Benz bikarinn – Holukeppni GR má finna hér:
Keppnisskilmálar fyrir holukeppni GR 2024
Stöðuhlekkur í Holukeppni GR 2024 verður reglulega uppfærður hér:
Bílaumboðið Askja er styrktaraðili holukeppni og hefur mótaröðin því hlotið nafnið Mercedes-Benz bikarinn – holukeppni GR. Í lok sumars er öllum þátttakendum boðið til lokahófs þar sem verðlaunaafhending fer fram.
Bílaumboðið Askja er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskipavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.
Atli Þór Þorvaldsson er mótstjóri holukeppni og er með síma 894-2811.
Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið atli@grgolf.is