Básar

Æfingasvæði

Básar er flóðlýst golfæfingasvæði á þremur hæðum í Grafarholti þar sem kylfingum gefst tækifæri á að æfa sveifluna utan dyra allan ársins hring. Æfingabásarnir eru alls 73 talsins og eru næg bílastæði framan við húsið. Um er að ræða 5 hektara svæði með tveimur brautum ásamt fjölda mismunandi skotmarka til að taka á móti boltum. Æfingasvæðið er flóðlýst og því er myrkur ekki fyrirstaða æfinga á dimmari dögum ársins.

Opnunartíma Bása má sjá hér

Trackman Range

TrackMan Range er byltingakennd radar mælingartækni í Básum sem veitir þér lykilupplýsingar fyrir hvert slegið högg. Þegar þú hefur slegið högg eru radarar úti á æfingasvæðinu sem mæla flug boltans á sjálfvirkan hátt. Nákvæm lengd bolta á flugi, hraði og ferill boltans mun birtast í rauntíma í því snjalltæki sem kylfingur er tengdur, tölfræðin birtist á á einfaldan og skýran hátt.


Radar mæling boltaflugs byggir á sömu tækni og notuð er í TrackMan Radar tækjum atvinnumanna og golfherma.


Í TrackMan Range er hægt að spila heimsfræga golfvelli, þar á meðal Grafarholtsvöll og Korpúlfsstaðavöll. Einnig hægt að spila ýmsa leiki sem henta kylfingum á öllum getustigum og stöðugar uppfærslur eru í gangi á leikjum.


Trackman skjáir eru staðsettir á öllum básum 1. hæðar og er hægt að tengjast kerfinu í gegnum eigið snjalltæki (síma eða iPad) á 2. hæð.


Þetta er frábær tækni sem gaman er að nýta við leik og þjálfun í golfíþróttinni.
Við vekjum athygli á því að notkun á TrackMan Range er valkvæð og geta kylfingar því áfram mætt til að æfa sveifluna í Básum án þess að tengjast kerfinu.


Með því að skanna QR kóðann hér fyrir neðan hægt að sækja Trackman appið

 

 

 

Myndir