Hjá GR er eitt besta aðgengi að golfi á höfuðborgarsvæðinu. Við bjóðum upp á tvo glæslilega golfvelli, á Korpúlfsstöðum og í Grafarholti. Á Korpúlfsstöðum er 27 holu völlur og er alltaf hægt að bóka sig á annað hvort 9 eða 18 holu hring. Í Grafarholti er einn elsti golfvöllur landsins, bæði skemmtilegur og krefjandi að spila og er alltaf boðið upp á að spila þar 18 holur. Félagsstarf klúbbsins er öflugt allt árið um kring og ættu allir aldurshópar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Í klúbbhúsum okkar er boðið upp á fyrsta flokks þjónustu fyrir félagsmenn sem og aðra gesti og er aðstaðan til fyrirmyndar. Tilvalin staður til að kynnast nýju fólki og stunda hreyfingu og útvist á sama tíma.
Á okkar snærum er að finna menntaða PGA golfkennara sem sjá meðal annars um golfkennslu fyrir félagsmenn ásamt því að stýra gríðarlega metnaðarfullu barna- og unglingastarfi félagsins allt árið um kring.
Það eru spennandi tímar framundan hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og má hér sjá það helsta sem í boði er fyrir félagsmenn GR:
Hafir þú hug á að sækja um aðild að klúbbnum þá mælum við með að þú gerir það strax í dag!