Börn og unglingar

Metnaðarfullt barna- og unglingastarf, ætlað aldurshópnum 6-18 ára, er rekið allt árið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Starfið hefur alið af sér kylfinga sem eru meðal þeirra fremstu og hefur skilað klúbbnum glæsilegum sigrum í öllum flokkum.

Barna- og unglingastarf klúbbsins fer fram undir handleiðslu vel menntaðra PGA golfkennara sem leggja metnað sinn í að kynna allar hliðar golfíþróttarinnar fyrir ungmennum. Mikið er lagt upp úr því að auka færni og hjálpa þeim að mótast sem kylfingar og einstaklingar í heilbrigðu umhverfi.

Við tökum vel á móti nýjum iðkendum og bjóðum þá hjartanlega velkomna í hópinn. Öllum er velkomið að koma og prufa æfingar hjá okkur. Við vonumst til að sem flestir finni sig vel í starfinu og hafi gaman af því að stunda golfæfingar í góðra vina hópi.

Hægt er að er ráðstafa frístundarstyrk sveitarfélaga upp í æfingagjöld hjá klúbbnum.

golf fyrir alla

Af hverju gæti golfið verið sniðug íþrótt fyrir barnið þitt? Að skemmtuninni frátalinni teljum við golfíþróttina geta kennt barni þínu nokkur af mikilvægustu grunngildunum sem að skila sér beint í lífstíl þeirra til frambúðar. Markmiðið okkar er að kenna eftirfarandi gildi:

  • Jákvæðni
  • Virðing
  • Agi
  • Reglusemi
  • Ákvarðanataka
  • Skipulag
  • Hreinskilni
  • Ábyrgð
  • Sjálfstraust
  • Þrautseigja

Golfíþróttin hefur þó nokkra kosti og höfum við tekið saman nokkra þeirra:

  • Fjölskylduíþrótt og holl hreyfing
    Golf er tækifæri fyrir fjölskylduna til að eyða dýrmætum tíma saman í útiveru við skemmtilegan leik. Þar gefast ýmis tækifæri fyrir foreldra til að hrósa börnum sínum og hvetja áfram jafnframt því að vera góðar fyrirmyndir fyrir þau. Þar sem golfið er að mestu stundað utandyra býður það upp á ferskt loft og mikilvæga holla hreyfingu sem ýtir undir heilbrigðar venjur.
  • Félagsskapur
    Golfið er frábær leið til þess að kynnast öðrum krökkum og eignast jafnvel vini til lífstíðar. Unga fólkið í dag vex svo fljótt í annasömum, tæknivæddum heimi nútímans. Því teljum við að samkoma með vinum til að spila golf gefi ungum kylfingum tækifæri til að eyða ánægjulegum stundum í vináttukeppni eða leik.
  • Hreinskilni og ábyrgð
    Golfið er einstaklingsíþrótt og ólík öðrum íþróttum að því leyti að kylfingurinn ber sjálfur ábyrgð á sínum leik. Hann þarf sjálfur að tilkynna sín víti og gefa fram skor sitt. Golfið er því kjörið tækifæri fyrir börn og unglinga til þess að æfa sig í því að vera hreinskilin, einlæg og samkvæm sjálfum sér.
  • Virðing og íþróttamennska
    Golfið er íþrótt þar sem golfreglur og einnig siðareglur skipta máli. Bera skal virðingu og vanda umgengnina á golfvellinum, sem felst m.a. í því að raka á eftir sig glompur, laga boltaför á flötum og halda góðum leikhraða. Mikilvægt er að fara eftir golfreglunum og vanda framkomu við leikfélaga sína, hvort sem um leik er að ræða eða keppni. Venjur eru að heilsast með handabandi í upphafi og lok leiks og gæta þess að trufla ekki á meðan aðrir undirbúa og framkvæma sín högg.

Æfingagjöld 2024

Heilsársæfingar

Æfingar frá janúar-desember
Allt að sex æfingar í viku
Aðgangur að völlum GR
Spil undir merkjum GR
Mótaraðir
Meistaramót
GR merkt flík
Æfingaferð erlendis
Líkamsþjálfun
Hugarþjálfun
Fyrirlestrar
Aðrir viðburðir

kr. 82.000

Sumaræfingar

Æfingar frá júní – september
Allt að sex æfingar í viku
Takmarkaður aðgangur að völlum GR
Spil undir merkjum GR
Mótaraðir
Meistaramót
Aðrir viðburðir

kr. 59.000

Samskiptaráðgjafi

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur það markmið að auka öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Markmiðið er að allir geti tekið virkan þátt á sínum vettvangi og jafnframt leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem hafa átt sér stað án þess að óttast afleiðingar.

Þjónusta og ráðgjöf samskiptaráðgjafa stendur öllum þeim til boða sem tilheyra skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi á landinu.

Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um starf samskiptaráðgjafa með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan