Golffjör GR

Golffjör GR eru námskeið sem starfrækt eru yfir sumartímann og eru hugsuð fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-15 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Námskeiðin fara fram á æfingasvæði GR í Grafarholti – Básum. Öllum er heimilt að taka þátt hvort sem viðkomandi er félagi í golfklúbbi eða ekki. Grunnatriði leiksins eru höfð að leiðarljósi ásamt því að hafa gaman í skemmtilegum hópi.

Innihald námskeiða

Innifalið í Golffjöri GR er: 

 • 4 daga golfkennsla
 • Aukaaðild í GR – aðgangur að Grafarkots- og Thorsvelli
 • Boltakort í Bása
 • Pizzuveisla á lokadegi
 • Prufuvika á sumaræfingar hjá GR
 • Diploma í lok námskeiðs

Verð pr. námskeið kr. 20.590*
*Systkinaafsláttur, 20% er veittur (20% af gjaldi annars, þriðja og fleiri systkina)

Smellið hér til að skrá barn á námskeið

Námskeið í boði

Golffjör 2024 verður í boði á þessum dagsetningum í sumar:

Námskeið 1 18. – 20. jún (þri-fim)
Námskeið 2 24. – 27. jún
Námskeið 3 1. – 4. júl
Námskeið 4 22. – 25. júl
Námskeið 5 29. júl – 1. ág
Námskeið 6 6. – 9. ág (þri-fös)
Námskeið 7 12. – 15. ág

 

Dagskrá:
Námskeiðin hefjast klukkan 9:00 alla morgna og standa til klukkan 13:00. Kennsla fer fram í Grafarholti (Básum). Þátttakendur eru beðnir um að koma klædd eftir veðri og hafa með aukafatnað, viðbúin öllu. Einnig er æskilegt að hafa með sér hollt nesti og drykk.

Eftir að hafa lokið námskeiði stíga krakkarnir mörg hver inn í starfið hjá klúbbnum og fara að stunda reglubundnar æfingar allt árið um kring.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja,
Þjálfarar

Markmið

 • Að kynnast golfi og hvaða gildi golfið getur kennt þér
 • Að bæta einbeitinguna með því að hlusta vel á kennarann
 • Að læra að taka tillit til annarra
 • Að læra að vera jákvæður og hvetja aðra og sjálfan þig
 • Að læra að setja sér markmið og ná þeim
 • Að læra að spila golf og telja höggin

Grunntækni í járnahöggum og trékylfum, púttum og vippum. Mesta áherslan verður lögð á gripið, boltastöðuna, rétta uppstillingu og grunnhreyfingar sveiflnanna.

Í námskeiðinu okkar munum við fara yfir helstu kurteisisreglur og börnin munu læra að taka tillit til annarra og trufla ekki eða tala á meðan aðrir eru að slá.

Við munum ljúka námskeiðinu með hæfileikaprófi þar sem við setjum fyrir þau ákveðin árangursmarkmið fyrir þau til að ná. Ef þeim tekst að klára þau með góðum árangri, fá þau viðurkenningu frá okkur um að hafa staðist námskeiðið. Þegar Golfskólanum er lokið hafa börnin möguleikann á því að stíga inn í starfið hjá klúbbnum og byrja að stunda reglubundnar æfingar allt árið um kring. Við tökum vel á móti nýjum iðkendum og vonumst til að sem flestir hafi gaman af því að stunda golfæfingar í góðra vina hópi.