Grafarholtsvöllur

Um völlinN

Grafarholtsvöllur var hannaður af Svíanum Nils Sköld og var leikið á fyrstu holunum árið 1963, sem gerir völlinn 62 ára gamlan í ár, 2025.  Völlurinn hefur haldist vel í gegnum árin og er enn talinn meðal bestu valla landsins.

Völlurinn er hæðóttur og getur reynst erfiður viðureignar, sér í lagi óreyndum kylfingum. Það er þó mál manna að þegar golfið gengur vel þá eru fáir vellir skemmtilegri en Grafarholtsvöllur. Völlurinn hefur iðulega verið notaður í Íslandsmótum og öðrum stærri golfmótum.

Upplýsingar

Gjaldskrá sumar 2025

Fullt gjald: kr. 16.500

Afsláttargjald fyrir kl. 14:00, virka daga: kr. 12.375
Öldungar 67 ára og eldri, fyrir kl. 14:00, virka daga: kr. 8.250
Unglingar 18 ára og yngri, fyrir kl. 14:00, virka daga: kr. 8.250

 

Félagsmönnum GR er heimilt að taka með sér gest á völlinn og fá fyrir hann 50% afslátt af fullu vallargjaldi, 70% afsláttur er veittur af vallargjaldi séu börn á aldrinum 6-18 ára í fylgd með félagsmanni GR og verður vallargjald þá kr. 4.950. Afsláttur þessi gildir fyrir kl. 14:00 á virkum dögum og eftir kl. 14:00 um helgar.

 

Leiga á búnaði

Golfbíll  kr. 9.350
Golfsett  kr. 7.450
Golfkerra  kr. 2.000

 

Vallarmat & vægi:
Vallarmat og vægi Grafarholt 2025

Forgjafartafla:
GR – Grafarholt – Vallarforgjöf 170624

Staðarreglur:
GR – Staðarreglur – Grafarholt 2024

GR – Auka Staðarreglur – Grafarholt 2024 uppfært 06 Júlí

Grafarholt skorkort 2024

Brautir

Myndir

Vellir GR