Púttkvöld karla hafa verið vel sótt af karlkylfingum klúbbsins, þar fer Halldór B. Kristjánsson í fararbroddi og stýrir af sinni alkunnu snilld. Púttkvöldin hefjast í janúar og er leikið á fimmtudagskvöldum fram á vorið, endar mótaröðin með lokaslútti þar sem Púttmeistari karla er krýndur.
Púttkvöldin er skemmtileg upphitun fram á vorið og er ætluð karlkylfingum GR á öllum aldri.