Golfkennsla

Fjölmörg golfnámskeið eru í boði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Námskeiðin auka hæfni kylfinga á öllum stigum. Meginmarkmiðið er að bjóða nemendum tækifæri til að læra golfíþróttina frá grunni á skipulagðan hátt.

Aðstaðan í Básum gefur golfkennurum fjölmarga möguleika þegar kemur að námskeiðum fyrir kylfinga og notast þeir óspart við þá aðstöðu sem æfingasvæðið hefur upp á að bjóða. Allir golfkennarar sem koma að kennslu hjá klúbbnum eru PGA menntaðir. Hægt er að vinna með ólíka þætti sveiflunnar, leikáætlun, pútt og hvað annað sem kylfingar og kennarar telja nauðsynlegt til að bæta sig í golfinu almennt.

Hér fyrir neðan er að finna upplýsingar um kennara hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Hægt er að senda tölvupóst á þann kennara sem þér líst vel á til að bóka tíma, netföngin er að finna í texta hjá hverjum kennara.