Customize Consent Preferences

Þessi vefur nýtir sér vafrakökur (e. web cookies) til að bæta virkni hans og hjálpa stjórnendum vefsins að greina notkun hans.

Það er stefna Golfklúbbur Reykjavíkur að nota vafrakökur með ábyrgum hætti.

Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við persónuverndarlög.... 

Always Active

Necessary cookies are required to enable the basic features of this site, such as providing secure log-in or adjusting your consent preferences. These cookies do not store any personally identifiable data.

No cookies to display.

Functional cookies help perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collecting feedback, and other third-party features.

No cookies to display.

Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics such as the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.

No cookies to display.

Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.

No cookies to display.

Advertisement cookies are used to provide visitors with customized advertisements based on the pages you visited previously and to analyze the effectiveness of the ad campaigns.

No cookies to display.

Forskot afrekssjóður úthlutar styrkjum til sex kylfinga – þrír frá Golfklúbbi Reykjavíkur

Forskot, afrekssjóður, mun styðja við bakið á alls sex kylfingum á árinu 2025.

Forskot hefur frá árinu 2012 úthlutað styrkjum til afrekskylfinga og er úthlutunin í ár sú 14. í röðinni.
Að sjóðnum standa: Íslandsbanki, Icelandair, Vörður tryggingar, Bláa Lónið og Golfsamband Íslands.

Frá stofnun sjóðsins hefur markmiðið verið að gera styrkþegum auðveldara fyrir að æfa og keppa við bestu skilyrði í samræmi við það sem gerist á alþjóðlegum vettvangi í golfíþróttinni.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er fædd árið 1994 og hún gerðist atvinnukylfingur árið 2018. Guðrún Brá hefur þrívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi. Guðrún Brá tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni árið 2020 eftir að hafa leikið á LET Access mótaröðinni frá árinu 2018. Guðrún Brá er með keppnisrétt á LET Access mótaröðinni á þessu tímabili.

Haraldur Franklín Magnús er fæddur árið 1991 en hann gerðist atvinnukylfingur árið 2017. Hann er með keppnisrétt á HotelPlanner Tour (áður Challenge Tour) sem er næst efsti styrkleikaflokkur hjá atvinnukylfingum í karlaflokki í Evrópu. Haraldur Franklín, varð Íslandsmeistari í golfi árið 2012.

Ragnhildur Kristinsdóttir er fædd árið 1997 og varð Íslandsmeistari í golfi 2023. Hún er á sínu þriðja ári sem atvinnukylfingur. Ragnhildur sigraði á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina í desember. Hún er með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni á þessu tímabili.

Andrea Bergsdóttir er fædd árið 2000 og gerðist atvinnukylfingur árið 2024. Andrea hefur um árbil verið í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu og vann stærsta sigur íslensks áhugakylfins í kvennaflokki frá upphafi árið 2024 þegar hún sigraði á háskólamóti í Mexíkó. Hún er með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni á þessu tímabili.

Gunnlaugur Árni Sveinsson er fæddur árið 2005 og leikur fyrir LSU háskólann í Bandaríkjunum. Hann sigraði á sterku háskólamóti á sinni fyrstu önn og var undir lok síðasta árs valinn á lista yfir bestu háskólakylfinganna í Bandaríkjunum. Gunnlaugur er fyrsti Íslendingurinn til að vera valinn að keppa fyrir hönd Evrópu í Bonallack Trophy. Enginn Íslendingur hefur komist jafn ofarlega á heimslista áhugakylfinga og Gunnlaugur.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir er fædd árið 2006 og mun keppa fyrir LSU háskólann í Bandaríkjunum frá og með haustinu. Perla var Íslandsmeistari í golfi 2022 og Evrópumeistari unglinga sama ár. Perla er fyrsti Íslendingurinn til að keppa fyrir hönd Evrópu í Junior Solheim bikarnum.

Þeir kylfingar sem fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði eru sterkar fyrirmyndir. Það að eiga afreksmenn í íþróttum er stór og mikilvægur þáttur í því að fá börn og unglinga til að sinna íþróttum. Því er litið á sjóðinn sem mikilvægt skref til að efla íþróttir barna og unglinga og hvetja þau til dáða.

 

Hægt er að lesa nánar um úthlutunina inni á Golf.is, með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Forskot afrekssjóður úthlutar styrkjum til sex kylfinga – Golfsamband Íslands

 

Við hjá Golfklúbbi Reykjavíkur erum stolt af okkar afrekskylfingum sem fengu úthlutun sjóðsins. Vel gert og til hamingju!