Kvennastarf
Kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur er ávallt með eitthvað á prjónunum en þær sjá til þess að kvenkyns kylfingar klúbbsins hafi eitthvað fyrir stafni allt árið um kring. Starfið hefst á ári hverju með Púttmótaröð kvenna sem leikin er frá janúar og fram í mars og lýkur með skemmtikvöldi þar sem Púttmeistari GR kvenna er krýndur. Þegar golftímabilið hefst er svo leikin Sumarmótaröð GR kvenna sem lýkur í ágúst. Skipulagðar eru vor- og haustferðir, fræðslukvöld auk þess sem haldin eru golfmót sem ætluð eru konunum.
Kvennanefnd GR
Sigríður Oddný Marinósdóttir | Formaður | |
Guðrún Óskarsdóttir | Gjaldkeri | |
Inga Nína Matthíasdóttir | ||
Kristín Halla Hannesdóttir | ||
Kristín Nielsen | ||
Ljósbrá Baldursdóttir |
Púttmótaröð
2022
Púttmótaröð GR kvenna 2022 hefst þriðjudaginn 8. mars og verða fjórar umferðir leiknar í ár, Mótaröðin er unnin í samstarfi við verslunina Mathilda í Kringluni og verður leikið á eftirfarandi dagsetningum:
- 8.mars
- 15.mars
- 22.mars
- 29.mars
Húsið opnar kl. 17:00 og eru tvær umferðir leiknar í hvert sinn þar sem sú betri telur. Reiknað er með að húsið loki kl. 20:00 og geta konur mætt hvenær sem er á bilinu 17:00-20:00 til þátttöku.
Þátttökugjald er kr. 1.000 og skal millifæra fyrir fyrsta mótskvöld inn á eftirfarandi reikning:
0528-14-405227 kt. 0705713319 (Sigríður Oddný Marinósdóttir) - ATH! ekki er tekið við peningum.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kvennanefnd GR