Kvennastarf
Kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur er ávallt með eitthvað á prjónunum en þær sjá til þess að kvenkyns kylfingar klúbbsins hafi eitthvað fyrir stafni allt árið um kring. Starfið hefst á ári hverju með Púttmótaröð kvenna sem leikin er frá janúar og fram í mars og lýkur með skemmtikvöldi þar sem Púttmeistari GR kvenna er krýndur. Þegar golftímabilið hefst er svo leikin Sumarmótaröð GR kvenna sem lýkur í ágúst. Skipulagðar eru vor- og haustferðir, fræðslukvöld auk þess sem haldin eru golfmót sem ætluð eru konunum.
Kvennanefnd GR
Sigríður Oddný Marinósdóttir | Formaður | |
Guðrún Óskarsdóttir | Gjaldkeri | |
Inga Nína Matthíasdóttir | ||
Kristín Nielsen | ||
Ljósbrá Baldursdóttir | ||
Þórey Jónsdóttir |
Sumarmótaröð
2020
Sumarmótaröð GR kvenna er leikin á hverju ári og í ár verða leiknar 6 umferðir og gilda 3 þeirra til úrslita. Mótaröðin fer fram með þeim hætti að konur bóka sig í rástíma með venjulegum hætti á neðangreindum dagsetningum og skila skorkorti í golfverslun að leik loknum.
Fyrsta umferð fer fram miðvikudaginn 20. maí og eru spiladagar 2020 þessir:
- 20. maí - Korpa
- 03. júní - Grafarholt
- 24. júní - Korpa
- 01. júlí - Grafarholt
- 15. júlí - Korpa
- 29. júlí - Grafarholt - lokahóf
Til að skrá sig til leiks þarf að ganga frá mótsgjaldi sem er kr. 3.000 fyrir alla hringina og greiðist inn á reikning
0537-14-000848, kt. 160672-4049.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kvennanefnd GR