Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 3. desember 2024 kl. 20:00 og mun fara fram á 2. hæð Korpunnar.
Á fundinum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 18. grein laga félagsins.
Dagskrá:
- Skýrsla formanns.
- Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins.
- Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar.
- Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru.
- Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
- Kynning á fjárhagsáætlun komandi starfsárs, umræður og atkvæðagreiðsla.
- Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.
- Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
- Önnur málefni ef einhver eru.
Samkvæmt 10. grein laga félagsins fer fram stjórnarkjör á aðalfundi þar sem formaður skal kosinn til eins árs, þrír aðalmenn í stjórn til tveggja ára og þrír varamenn í stjórn til eins árs. Þeir félagsmenn sem vilja gefa kost á sér til stjórnarsetu skulu senda framboð sín til kjörnefndar á netfangið kjornefnd@grgolf.is í síðasta lagi viku fyrir aðalfund eða ekki seinna en þann 26. nóvember næstkomandi. Taka skal fram hvort framboðið sé til formanns, aðalstjórnar eða varastjórnar.
Ef framboð til stjórnarsetu eru fleiri en þau sæti sem kjósa á um skal kjörnefnd hafa umsjón með kosningu milli frambjóðenda á aðalfundi og sjá til þess að framboð séu kynnt félagsmönnum fyrir aðalfund. Samkvæmt lögum félagsins skal gætt að því að í stjórn sitji að lágmarki þriðjungur einstaklinga af hvoru kyni.
Stjórn GR