Afmælisfatnaður GR – mátun og pantanir í vikunni

Í tilefni þess að Golfklúbbur Reykjavikur fagnar 90 ára afmæli á árinu verður sérstakur afmælisfatnaður í boði fyrir félagsmenn. Hægt verður að máta fatnaðinn og taka niður pantanir á lokakvöldum púttmótaraða, miðvikudag og föstudag, frá kl. 16:00 nú í vikunni.

Þær flíkur sem í boði verður að máta má sjá hér – GR 90 ára – 2024

Fyrir þau sem ekki komast til að máta þá er hægt að senda pöntun á freydis@ojk-isam.is þar sem eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

  • Vörunúmer
  • Litur
  • Stærð

ATH! Fleiri mátunardagar verða haldnir nær vori og verða þeir sérstaklega auglýstir.

Fögnum saman afmælisári!

Golfklúbbur Reykjavíkur