Alvöru golfnámskeið hjá Arnari Snæ í apríl

Vorið er komið og tíminn til að rífa sig í gang er núna! Er þá ekki tilvalið þá að skella sér á golfnámskeið í apríl og mæta inn í golfsumarið vel æfður og undirbúin/n?

Eftirfarandi námskeið verða í boði hjá Arnari Snæ í apríl:

  • Byrjendanámskeið – Besta leiðin til að byrja í golfi
  • Framhaldsnámskeið – Framhaldsnámskeið fyrir byrjendur til að taka næsta skrefið og þá sem eru að snúa sér aftur að golfi og vilja fá góða upprifjun


Byrjendanámskeið á fimmtudögum byrjar 11. apríl

Frábært námskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í leiknum og vilja gera þetta rétt og ná tökum á leiknum sem fyrst. Námskeiðið er fimm skipti (4x 60 mín) frá klukkan 18:00-19:00 á fimmtudögum. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 11.apríl og verður kennt á eftirtöldum dagsetningum:

  • 11.apr:    Básar – Grip/Staða
  • 18.apr:    Básar – Grunnatriði sveiflunar
  • 2 .maí:    Básar – Járnkylfur/Trékylfur
  • 9  .maí:   Básar – Upprifjun og fínpúss

 

Byrjendanámskeið á mánudögum byrjar 8. apríl
Frábært námskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í leiknum og vilja gera þetta rétt og ná tökum á leiknum sem fyrst. Námskeiðið er fimm skipti (4x 60 mín) frá klukkan 20:00-21:00 á mánudögum. Námskeiðið hefst mánudaginn  8.apríl og verður kennt á eftirtöldum dagsetningum:

  • 8.apr:  Básar – Grip/Staða
  • 15.apr:    Básar – Grunnatriði sveiflunar
  • 22 apr:    Básar – Járnkylfur/Trékylfur
  • 6  .maí:   Básar – Upprifjun og fínpúss

 

Framhaldsnámskeið á fimmtudögum byrjar 11. apríl
Námskeið fyrir golfara sem eru að byrja aftur og vilja góða upprifjun. Námskeiðið er fjögur skipti (4x 60 mín) frá klukkan 19:00-20:00 á fimmtudögum. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 11.apríl og verður kennt á eftirtöldum dagsetningum:

  • 11.apr:      Básar – Grip/Staða
  • 18.apr:      Básar – Járnahögg
  • 2 .maí:      Básar – Trékylfur
  • 9.maí:       Básar – Upprifjun og fínpúss

Verð pr. námskeið er kr. 20.000 (boltar ekki innifaldir)

Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru fjórir kylfingar. Kennari verður Arnar Snær Hákonarsson PGA golfkennari og fara skráningar fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is