Andrés Guðmundsson og Hulda Helgadóttir sigurvegarar í Hjóna og parakeppni 2023

Hjóna og parakeppni GR fór fram í dag, laugardaginn 17.júní á Grafarholtsvelli. Mótið var fullsetið og mættu 62 hjón/pör til leiks. Veðrið lék við keppendur, blankalogn og frábært golfveður. Leikið var með Greensome fyrirkomulagi, stoppað í pylsu á leiðinni og var þjóðhátíðarstemmning yfir vellinum. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu fjögur sætin ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 hollum vallarins. Sigurvegarar dagsins voru hjónin Hulda Helgadóttir og Andrés Guðmundsson með 60 högg í nettóskor.

 

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

  1. Hulda Helgadóttir og Andrés Guðmundsson 60 nettó
  2. Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías G Þorvaldsson 61 nettó
  3. Gunnar Már Sigurfinnsson og Linda Hængsdóttir 62 nettó
  4. Björgvin Björgvinsson og Marólína G Erlendsdóttir 62 nettó

 

Nándarverðlaun

2.braut: Lárus Petersen 1,11 m

6.braut: Margrét Sigurðardóttir 1,5 m

11.braut: Helen Neely 1,17 m

17.braut: Steinn Auðunn Jónsson 0,67 m

18.braut: Bryndís F Sigmundsdóttir 3,06 m

 

Golfklúbbur Reykjavíkur óskar vinningshöfum til hamingju með flottan árangur og þakkar fyrir vel heppnað 17.júní þjóðhátíðarmót.