Andri, Haraldur og Bjarki í baráttu á 1. stigi úrtökumóts fyrir DP World Tour

GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús og Hákon Örn Magnússon ásamt Bjarka Péturssyni úr GKG hófu leik síðastliðinn þriðjudaginn, á 1. stigi úrtökumótsins fyrir DP World Tour atvinnumótaröðina. Andri, Haraldur og Bjarki komust í gegnum niðurskurðinn að loknum 36 holum en Hákon Örn er úr leik.

Haraldur Franklín og Bjarki eru báðir samtals -3 eftir 36 holur í 31. sæti, Andri Þór er á samtals -2 í 41. sæti en Hákon lék fyrstu tvo hringina á +7 samtals og er úr leik.

Alls er keppt á níu keppnisstöðum á 1. stigi úrtökumótsins og eru sjö íslenskir keppendur sem taka þátt að þessu sinni á 1. stigi úrtökumótsins – sjá frétt á golf.is

Stigin á úrtökumótunum fyrir DP World Tour eru alls þrjú. Það má gera ráð fyrir að um 20 efstu af hverjum velli fyrir sig komist áfram á 2. stig úrtökumótsins.

Hér má fylgjast með rástímum, skori og stöðu keppenda á 1. stigi

Lokaúrtökumótið fer fram á Infinitum völlunum við Tarragona á Spáni dagana 10.-15. nóvember.

Golfklúbbur Reykjavíkur