Leik er nú lokið á Thomas Bjørn Samsø Classic mótinu sem hófst á Samsø golfvellinum í Svíþjóð á miðvikudag. Þrír Íslendingar voru meðal keppenda, þar á meðal Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur, ásamt honum voru það Axel Bóasson úr GK og Bjarki Pétursson úr GKG sem tóku þátt.
Andri Þór lauk leik á samtals -1 og endaði jafn í 29. sæti, hann lék hringina þrjá á 70-72-71. Axel Bóasson var í toppbaráttu í mótinu og endaði í 2. sæti á samtals -17, Bjarki Pétursson kláraði á samtals -9 sem skilaði honum jöfnum í 10. sæti.
Skor og stöðu keppenda úr mótinu má sjá hér
Golfklúbbur Reykjavíkur