Áríðandi tilkynning til keppenda í Meistaramóti

Á grundvelli upplýsinga frá Veðurstofu Íslands hefur mótsstjórn ákveðið að fresta öllum rástímum á morgun, fimmtudag 11. júlí, um 2 klukkustundir.

Þeir rástímar sem þegar hafa verið sendir út færast þannig allir um 2 klst., þ.e. rástími kl. 08:00 verður kl. 10:00 o.s.frv.

Við vonum að þessi ákvörðun mæti skilningi keppenda.

Kveðja,
Mótsstjórn