Íslandsmót unglinga í holukeppni 2024 fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 24.-26. ágúst. Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék til úrslita og varð Íslandsmeistari í stúlknaflokki 15-16 ára.
Það var Erna Steina Eysteinsdóttir, einnig úr GR sem lék á móti Ásdísi þar sem Ásdís hafði betur 1/0. Embla Hrönn Hallsdóttir úr GKG, varð þriðja en hún sigraði Margréti Jónu Eysteinsdóttur úr GR í leik um þriðja sætið, 1/0.
Í stúlknaflokki 13-14 ára lék Katla María Sigurbjörnsdóttir úr GR til úrslita á móti Söru Maríu Guðmundsdóttir úr GM, sem hafði betur 4/3. María Högnadóttir úr GSE varð í þriðja sæti en hún sigraði Elvu Maríu Jónsdóttur úr GK.
Úrslit allra leikja má sjá hér í frétt á golf.is
Við óskum Ásdísi innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og öðrum sigurvegurm til hamingju með sinn árangur.
Áfram GR!