Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á European Young Masters, sem fer fram á RCF La Boulie golfsvæðinu í Frakklandi dagana 24.-26. júlí. Mótið er fyrir kylfinga sem eru 16 ára og yngri og var fyrst haldið árið 1995.
Keppendur Íslands eru Arnar Daði Svavarsson, Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir, Bryndís Eva Ágústsdóttir, og Máni Freyr Vigfússon.
Keppt er í einstaklings- og liðakeppni. Leiknir eru þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum í þar sem að keppt er í höggleik. Í liðakeppninni telja þrjú bestu skorin hjá hverju liði á hverjum hring.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit frá mótinu.
Margir af bestu kylfingum heims hafa leikið í mótinu, en þar má nefna:
- Jon Rahm
- Rory McIlroy
- Viktor Hovland
- Sergio Garcia
- Carlota Ciganda
- Georgia Hall