Axel Ásgeirsson átti besta skor í Opnunarmóti GR

Vellir félagsins opnuðu báðir síðast liðna helgi fyrir kylfinga. Í dag, laugardaginn 3.júní fór fram fyrsta mót sumarsins á Grafarholtsvelli, Opnunarmót GR. Völlurinn tók vel á móti kylfingum þegar mætt var til leiks í morgun og var ágætisveður í allan dag. Keppt var í tveimur flokkum og einnig um besta skor. Axel Ásgeirsson átti besta skor dagsins en hann lék völlinn á -1 eða 69 högg.

Úrslit í mótinu urðu þessi:

Punktakeppni:

Forgjöf 0 – 14
1.sæti: Jón Eysteinsson 38 punktar
2.sæti: Gunnar Þór Arnarson 36 punktar (bestur seinni 9)
3.sæti: Gísli Borgþór Bogason 36 punktar

*Axel Ásgeirsson var einnig með 38 punkta en getur einungis unnið til verðlauna í einum flokki og fær verðlaun fyrir besta skor.

Forgjöf 14,1 – og hærra
1.sæti: Nikulás Torfi Guðmundsson 40 punktar (betri seinni 9)
2.sæti: Ólafur William Hand 40 punktar
3.sæti: Viktor Örn Jóhannsson 38 punktar

Besta skor: Axel Ásgeirsson 69 högg

Nándarverðlaun:

2.braut: Bergþóra Kristín Garðarsdóttir 3,2 m

6.braut: Elín Sveinsdóttir 2,78 m

11.braut: Bergþóra Kristín Garðarsdóttir 7,81 m

17.braut: Birkir Ívar Guðmundsson 0,33 m

18.braut: Kristján Ólafur Sigríðarson 1,02 m

 

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur.

Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins frá og með miðvikudeginum 7. júní.

Golfklúbbur Reykjavíkur