Bændaglíman – lið Barbie og Ken mætast á laugardag

Það styttist í Bændaglímuna sem leikin verður núna á laugardag og eru það lið Barbie og Ken sem mætast. Hjónin Hjörtur Ingþórsson og Þórunn Ágústa Einarsdóttir verða bændur dagsins og má reikna með hörkukeppni. Bændur sameinuðu krafta sína í gær og sendu okkur þessa vísu:

Bændur og búalið
Hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn
Allir í stuði og vel peppaðir 
Þetta verður eitthvað

Áfram Barbie og Ken!

Af vísunni má dæma að helsta stefnan sé að halda gleðinni við völd á laugardag það ætlum við svo sannarlega að gera!

Við minnum keppendur á að mæta kl. 11:00 og ganga frá greiðslu, kr. 7.900. hjá veitingasala, þiggja léttar veitingar áður en leikur hefst og koma sér í gírinn. Ræst verður út af öllum teigum kl. 12:00. Þegar út á völl er komið munu vallarstarfsmenn sjá um að keyra veigar í fljótandi og föstu formi til keppenda og fylgjast með þeim leysa þær þrautir sem lagðar hafa verið fyrir.

Að leik loknum mun trúbadorinn Jón Sigurðsson aka 500kallinn taka á móti hópnum og keyra stemmninguna af stað í golfskála á meðan úrslit eru reiknuð og þar til matur er borinn fram.

Hlökkum til að sjá ykkur öll í Barbie og Ken stemmningu á laugardag!