Básar loka kl. 13:00 á föstudag – hvetjum félagsmenn til að taka þátt í tínslu

Lokað verður í Básum kl. 13:00 föstudaginn 29. apríl vegna boltatínslu og viðhalds.

Boltatínsla hefst kl. 16:00 og ætla börn og unglingar úr æfingastarfi GR ætla að mæta og hjálpa til. Við hvetjum einnig félagsmenn til að mæta og taka til hendinni með okkur. Að verki loknu verður boðið upp á pizzur og gos.

Opnað verður aftur skv. hefðbundnum opnunartíma á laugardag. Á sunnudag tekur svo við sumaropnunartími í Básum.

Gleðilegt golfsumar!

Kveðja,
Starfsfólk Bása