Beiðni til félagsmanna frá kvennanefnd GR

Kæru GR-ingar,

GR konur eru með Sumarmótaröð GR kvenna sem þær spila á mánudögum, samtals 8 skipti á völlum GR til skiptis. Eins og við öll vitum getur verið erfitt að ná rástímum og langar kvennanefnd klúbbsins að biðla til þeirra sem ekki eruð að taka þátt í þessum mótum hvort þið gætuð spilað völlinn á móti til að auðvelda konum þátttöku í mótaröðinni en þær bóka sig sjálfar í rástíma 8 dögum fyrir hverja umferð.

Svona lítur planið út þessi 6 skipti sem eru eftir í sumar, ath! 6 ágúst er þriðjudagur vegna frídags á mánudeginum.

  • 24. júní – Grafarholt
  •  1. júlí – Korpa
  • 15. júlí – Grafarholt
  • 22. júlí – Korpa
  • 6. ágúst – Grafarholt (þriðjudagur)
  • 12. ágúst – Korpa

Með fyrirfram þökkum,
Kvennanefnd GR