Bingó er liður í vetrarstarfi eldri kylfinga klúbbsins, 60 ára og eldri og verður það fyrsta á dagskrá þetta haustið föstudaginn 23. september. Morguninn byrjar á því að mætt er til leiks og púttað saman á efri hæð Korpunnar. Að pútti loknu sameinast hópurinn í kaffi í veitingasal á neðri hæðinni og tekur þátt í bingó að kaffi og spjalli loknu.
Karl Jóhannsson stýrir bingóinu en ásamt honum eru umsjónarmenn þeir Björn, Axel, Jónas, Sigurður, Palli og Kristján. Það eru ávallt flottir vinningar í boði og almennt vel mætt á þennan mánaðarlega viðburð eldri kylfinga.
Dagská bingónefndar lítur svona út fram að jólum:
- 23. september
- 14. október
- 04. nóvember
- 25. nóvember
- 16. desember
Við hvetjum alla þá kylfinga sem hafa náð 60 ára aldri til að mæta og taka þátt í viðburðum á komandi hausti.
Golfklúbbur Reykjavíkur