Byrjendanámskeið í október hjá Arnari Snæ

Ný byrjendanámskeið eru komin á dagskrá hjá Arnari Snæ í október, nánari upplýsingar um þau námskeið sem í boði eru má sjá hér fyrir neðan.

Byrjendanámskeið á mánudögum
Frábært námskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í leiknum og vilja gera þetta rétt og ná tökum á leiknum sem fyrst. Námskeiðið er fjögur skipti (4x 60 mín) á mánudögum kl 18:00. Námskeiðið hefst mánudaginn 9.okt og verður kennt á eftirtöldum dagsetningum:

  • 9. okt:  Básar – Grunnatriði golfsveiflunar
  • 16. okt:  Básar – Teighögg og lengri kylfur
  • 23. okt: Básar – Vipp og járnahögg
  • 30. okt: Básar – Reglur og hvernig er best að byrja að spila

Byrjendanámskeið á miðvikudögum
Frábært námskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í leiknum og vilja gera þetta rétt og ná tökum á leiknum sem fyrst. Námskeiðið er fjögur skipti (4x 60 mín) á miðvikdögum kl 18:00. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 11.okt og verður kennt á eftirtöldum dagsetningum:

  • 11. okt:  Básar – Grunnatriði golfsveiflunar
  • 18. okt:  Básar – Teighögg og lengri kylfur
  • 25. okt: Básar – Vipp og járnahögg
  • 1. nóv:  Básar – Reglur og hvernig er best að byrja að spila

Verð pr. námskeið er kr. 20.000 og er hámarksfjöldi í hverjum hóp eru fjórir kylfingar.

Skráningar fara fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is