Góðgerðarmótið Einvígið á Nesinu fór fram á Nesvellinum í gær, mánudaginn 5. ágúst. Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari eftir að hann sigraði Kjartan Óskar Guðmundsson á 9. braut.
Þetta var í 28. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni, nú Umhyggju, félags sem vinnur með hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra að leiðarljósi.
Að móti loknu var verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir sitt framlag til málefnisins.
Mótið er eins og áður sagði fyrst og fremst góðgerðarmót og afhentu þau Þorsteinn Guðjónsson formaður Nesklúbbsins og Jóhann Möller frá Arion banki , sem afhentu Chien Tai, stjórnarmeðlim Umhyggju ávísun að upphæð kr. 1.000.000.-
Úrslit í Einvíginu 2024 urðu eftirfarandi:
1.sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
2.sæti: Kjartan Óskar Guðmundsson, NK
3.sæti: Aron Emil Gunnarsson, GOS
4.sæti: Logi Sigurðsson, GS
5.sæti: Aron Snær Júlíusson, GKG
6.sæti: Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
7.sæti: Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG
8.sæti: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR
9.sæti: Karlotta Einarsdóttir, NK
10.sæti: Böðvar Bragi Pálsson, GR
Við óskum Dagbjarti til hamingju með sigurinn!
Golfklúbbur Reykjavíkur