Meðfylgjandi er dagskrá GR kvenna fyrir árið 2025. Trackman hermamótið ennþá í gangi og ekki of seint að taka þátt. Má spila hvar sem er en Golfhöllin veitir þáttakendum 20% afslátt af hermagjaldi á meðan á mótinu stendur.
Dagskrá GR konur 2025
- 14. jan – 25. feb. Púttmótaröð GR kvenna og golfa.is
- febrúar – mars Trackman mót GR kvenna
- 24. maí Vormót GR kvenna haldið á Hamarsvelli Borgarnesi
- 16. júní Sumarmótaröð GR kvenna hefst. Mótið er punktamót, 6 hringir og 3 bestu gilda. Spilað á mánudögum. Við byrjum á að spila á Korpunni og endum í Grafarholti þann 28. júlí.
- 19. júní Kvenréttindadagurinn. 9 holu kvöldmót á Korpunni, ræst út frá kl. 20
- júní – júlí Nýliða- og háforgjafamót. Mót sem hefur slegið í gegn. Mótið er 9 holur þar sem einnig er lagt áhersla á fræðslu um goflreglurnar.
- 13. sept. Haustmót GR kvenna í Grafarholtinu, punktamót og höggleikur. Mótinu líkur með stóru lokahófi GR kvenna þar sem við ljúkum starfsárinu.
Minnum á Facebook síðuna okkar GR konur og e-mailið grkvennanefnd@gmail.com, hægt að senda okkur póst og biðja um að komast á póstlista.