David G. Barnwell heiðraður fyrir 40 ár í PGA

David G. Barnwell var á dögunum heiðraður en hann hefur nú verið meðlimur í PGA í heil 40 ár.

David þarf varla að kynna fyrir félagsmönnum en hann hefur sinnt þjálfun barna og unglinga hjá klúbbnum í rúm 20 ár. Hann lærði golfkennslu hjá Leeds Learning og var þar í tæp 9 ár áður en hann flutti til Íslands og hóf störf hjá Golfklúbbi Akureyrar þar sem hann var í 17 ár. David kom fyrst til Golfklúbbs Reykjavíkur árið 2002 og hefur verið með okkur meira og minna síðan.

Við erum stolt af því að hafa David í okkar röðum og óskum honum til hamingju með þessa viðurkenningu.

Golfklúbbur Reykjavíkur