Kæru kylfingar,
Vegna framkvæmda í Grafarholtinu við 18. brautina er einnig mikið jarðrask við 17. braut vallarins.
Þegar 17. brautin er leikin og ef bolti endar í einhverju jarðraski, mega kylfingar láta boltann sinn falla vítislaust á fallreit.
Ef það er einhver vafi hvort boltinn sé í jarðraski eða ekki er það metið kylfingnum í hag og hann má fara vítislaust á fallreitinn.
Þegar 10. brautin er leikin má láta bolta falla vítislaust fyrir aftan jarðraskið, nógu langt svo jarðraskið trufli ekki leikmenn.
Við minnum kylfinga á að ef bolti endar á framkvæmdasvæði á 18. brautinni má alls ekki sækja boltann sinn, heldur verður að láta nýjan bolta falla vítislaust á fallreit.
Við viljum öll fá góða 18. braut og tryggja að framkvæmdir við hana verði sem allra bestar. Einn liður í því er að labba alls ekki inn á framkvæmdarsvæðið, því þarf að afskrifa alla bolta sem þar lenda og láta nýjan bolta falla vítislaust á fallreit.
Með kveðju,
Yfirdómarinn