ECCO-MÓTARÖÐIN 2023 – Púttmótaröð karla hefst á Korpu 19. janúar

Ecco-Mótaröðin hefst fimmtudaginn 19. janúar og stendur yfir í 10 vikur. Mæting er frá 16:30 til 20:30. Lokakvöldið verður svo haldið fimmtudaginn 23. mars.

Skráning
Til að flýta fyrir skráningu væri gott að fá tölvupóst frá þeim sem ætla að vera með.

Hvort sem lið verða eins og í fyrra eða breytast eitthvað. Eins ef menn eru ekki komnir í lið þá er hægt að finna út úr því áður en leikur hefst o.s.frv.

Sem sagt, gott að fá þátttökutilkynningar og eins miklar upplýsingar eins og hægt er á netfangið leturval@litrof.is eða í síma 8983795.

Sex bestu umferðirnar af tíu telja.
Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár. Leiknir eru 2 hringir á hverju kvöldi, eða 36 holur.

Einstaklingskeppnin
Keppt verður um púttmeistara klúbbsins og skilar hver leikmaður 36 holu skori hvert kvöld.

Liðakeppnin / Nýtt
Nú telja allir í 4 manna liði (engin tilkynningaskylda lengur). Þó er ekkert sem útilokar þriggja manna lið. Ef hins vegar eru fleiri en fjórir í liði þarf að tilkynna hver telur ekki í liðakeppninni áður en leikur hefst en allir eru að sjálfsögðu með í einstaklingskeppninni. Liðið skilar svo inn einu skori sem samanstendur af bestu fjórum 18 holu hringjunum af sex eða átta fer eftir fjölda í hverju liði.

Mótsgjaldið er kr. 5000 sem leikmenn greiða þegar mætt er fyrsta kvöldið.

Eins og í fyrra
Þetta verður annars allt með sama hætti og í fyrra; lítill bjór verður seldur á 500 kall en boðið verður uppá kaffi.

Munið að mæta með lausafé því ekki er hægt að greiða mótsgjald eða veitingar með korti.

Ef eitthvað er óljóst þá er bara að hringja í 8983795 eða senda tölvupóst.

Svo höfum við bara gaman af þessu öllu saman!

Kveðja
Halldór B. Kristjánsson
leturval@litrof.is