Það voru þeir Bjarki Gunnarsson (31) og Kjartan Sveinbjörnsson (38) sem spiluðu best á 54 púttum í gær. Lið 13 lék samtals á 110 púttum og var það besta liðsskorið þetta kvöldið.
Staðan er þá þessa stundina frekar kunnugleg þar sem Jónas Gunnarsson er á toppi einstaklinga en lið 14 eru nú efst liða en eins og ég hef sagt 100 sinnum áður, þetta er nú bara rétt að byrja.
Annars var þetta rólegt kvöld og töluvert um skróp hjá mönnum hverju sem það er um að kenna.
Ég verð að játa þau mistök sem ég gerði í síðustu viku að ég gleymdi að draga út lið vikunnar. Kemur vonandi ekki fyrir aftur.
Ég notaði spinning wheel í símanum mínum til að draga út lið vikunnar og þeirrar síðustu og upp komu lið nr. 33 og lið 51 og fá þau klukkutímann hjá Viggó í Golfklúbbnum.
Annars bara kátur.
Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 3. umferð.
Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795